Hverfjall eða Hverfell?

 

Í hvert inn sem ég á leið framhjá Hverfjalli, sem er ekki ósjaldan, kemur upp í hugann deila Mývetninga um nafnið á þessu helsta einkenni Mývatnssveitar. Árum saman rifust heimamenn um hvort væri réttara nafn Hverfjall eða Hverfell og skiptust menn í fylkingar. Gengu deilurnar svo langt að á skiltum þurfti að nefna bæði nöfnin til að sætta heimamenn. Minnir mig ögn á myndina „The Englishman who went up a hill but came down a mountain“.

Takandi þá áhættu að æsa upp ákveðna heimamenn fullyrði ég að auðvitað er þetta fjall, þetta 2500 ára fyrirbæri sem varð til í tilkomumikilli sprengingu. Þvílík læti. Ekki bara í heimamönnum að deila um fjall eða fell. Það hefur verið tilkomumikil sjón að verða vitni að sprengigosinu á sínum tíma. Gígurinn er 140 m djúpur og ummálið er um einn kílómetri í þvermál. Hverfjall er einn stærsti sprengigígur sinnar tegundar í heiminum og því þykir mér það verðskulda titilinn fjall.