Vetrarbirtan á Snæfellsnesi

Combination of two photos taken with exactkt two days and two minute time difference at 19:05 and 19:07. The conditions change all the time.

Góður vinur sagði eitt sinn að atvinnuljósmyndarar vildu bara ferðast um Ísland að vetri til. Það kann að vera mikið til í því ef marka má fjölda ljósmyndara sem við rákumst á undanfarna daga á Snæfellsnesinu. Vissulega er alltaf mikið af ljósmyndurum á ferðinni þessa dagana en þegar telja má 27 þrífætur við Kirkjufellið er komið gott. Hvort þetta voru allt atvinnuljósmyndarar skal ósagt látið en allir voru þó komnir til að mynda snjóinn.

They grey light is almost black and white. This is not a black and white photo. Simply the monotone of the landscape often seen in the wintertime.

Svarthvítir tónar allsráðandi og engir litir í boði.

Taken 17th of Mars at 19:07. Exactly two days and two days later. They gray light is gone and for few minutes we have golden colors on the Snæfellsjökull glacier and the Lóndrangar peaks.

Myndirnar tvær hér að ofan eru teknar með tveggja daga og tveggja mínútna millibili. Það sem er helst magnað við að taka myndir yfir vetrartímann er breytileg birtan. Vissulega er birtan breytileg yfir sumarið líka en samspil andstæðna verða mjög áberandi í marsmánuði.

The dark lava creates contrast in the snow even though snow has been very limited this winter in Iceland.

Í vatnborðinu gegn Kirkjufelli hittum við Gyða tvo unga menn frá Tælandi sem sögðust vera nýútskrifaðir úr framhaldsskóla en þetta var engu að síður þriðja ferð þeirra til Íslands. Þegar við Gyða sögðum þeim að við værum Íslendingar horfðu þeir á okkur eins og við værum annarlegar geimverur enda rekast þeir sjaldan á Íslendinga á ferðum sínum um náttúruperlurnar.

The waves explode in a hole at Arnarstapi. This does not happen often. The mountain disappeared behind the splash when it exploded 10 meters into the air.

Við fórum á húsbílnum að þessu sinni þar sem vindaspá var hagstæð. Það er hinsvegar ekki ráðlegt að ferðast á húsbílum sem taka á sig mikinn vind á þessum árstíma nema skoða vedur.is og vegagerd.is á korters fresti. Það er hinsvegar fátt annað í boði fyrir íslenska ljósmyndara ef ætlunin er að vera nokkra daga. Gott er að sækja í hitann eftir útiveruna og nokkrir dagar á Snæfellsnesinu myndu kosta álíka og þriggja vikna sólarlandaferð ef öll þjónusta og gisting yrði keypt.

Arnarstapi
Gyda Henningsdottir at Skarðsvík. It´s great to be out of the office.
Skarðsvík in Öndverðarnes. Looking close there is a human at the end of the beach.
Sunrise at Arnarstapi is behind the Gatklettur rock formation which creates a mystic light.
Version one of Kirkjufell mountain. Few minutes later the golden color is gone.

Við rákumst á slatta af ljósmyndurum á ferð okkar um Snæfellsnesið að þessu sinni, en ef þú ert að spá í að ferðast um Ísland að vetri til er fyrst og fremst tvennt sem þarf að hafa í huga eins og áður sagði: Vedur.is og Vegagerdin.is.