Prentun og stækkanir

Myndir fyrir heimilið eða skrifstofuna

Hér eru tekin saman nokkur dæmi um myndir sem gætu hentað til stækkunar en auðvitað getur þú valið hvaða mynd sem er úr myndasöfnunum á gudmann.is og gyda.is. Þessi sýnishorn af myndum eru fyrst og fremst til að gefa hugmyndir um það hvað hægt er að gera. Velkomið er að hafa samband til að fá verðhugmyndir og upplýsingar um möguleika.

Möguleikar í prentun

Hægt er að fá allar myndir prentaðar í hágæðaprentun hér á Íslandi. Það er einfaldasta lausnin fyrir þá sem vilja fá mynd upp á vegg á skrifstofunni eða heima í stofu. Eins og sjá má í myndasafninu er einnig hægt að fá prentun erlendis en fyrir okkur sem búum hér á landi er auðveldasta leiðin að prenta hér og sækja eða fá sent heim að dyrum.

Náttúran heima í stofu

Ef þú vilt fá mynd upp á vegg skaltu hafa samband og við getum ráðlagt þér varðandi stærðir og efnið sem prentað er á. Í raun er allt í boði. Við skiptum við nokkur fyrirtæki eftir því hvort prentað er á ál, striga, plexígler eða hefðbundinn hágæða ljósmyndapappír. Í öllum tilfellum gerum við miklar gæðakröfur til prentunar og frágangs.

Innrömmun

Margir vilja sjá sjálfir um að ramma inn myndir en við erum í samstarfi við innrömmunarfyrirtæki og getum gert tilboð í ákveðnar stærðir. Vönduð innrömmun skiptir miklu máli fyrir framsetningu á myndum. Við mælum því með að leita til fagmanna. Þú ræður að sjálfsögðu hvort þú rammar inn, sendir sjálf/ur myndina í innrömmun eða færð okkur til að sjá um allt ferlið.

Algengar stærðir

Þegar þú velur mynd á vegg er stærðin það fyrsta sem þarf að hafa í huga. Ef um er að ræða eina mynd fyrir ofan sófa þarf að vera samræmi á milli myndstærðarinnar og innréttinga. Myndir þurfa ekki endilega að vera risastórar til að koma vel út í stofunni, en ef þörf er á að fylla upp í ákveðið veggpláss er hægt að leysa það með því að setja upp tvær, þrjár eða fleiri minni myndir. Panorama-myndir koma líka sérlega vel út.

Í stofu eða á skrifstofu mælum við með:

90 x 30
40 x 60
60 x 90
80 x 120
90 x 135
100 x 150
140 x 55

Auðvitað eru mun fleiri stærðir í boði. Stærsta mögulega prentun á striga (sem við vitum um) er 140 x 200. Það er líka að verða vinsælt að prenta á límfólíu og veggfóður hjá þeim sem vilja setja mynd á heilan vegg og þá er stærðin nánast ótakmörkuð.  Ekki hika við að hafa samband.

Myndir í útgáfu, auglýsingar og fleira

Hér í þessari grein er bara fjallað um myndir til að prenta og setja á veggi. Flestir sem nota myndasafnið eru hinsvegar að nýta sér myndirnar í ýmis verkefni. Ef þú ert að leita að myndum til nota í útgáfu, heimasíðu, auglýsingar, ársskýrslur eða annað skaltu hafa samband með því að senda okkur tölvupóst eða einfaldlega hringja.

Sími: Einar – 8461570

Sími: Gyða – 8979298